Herald PC

Herald PC

Framleiðandi: Herald
Framleiðslutímabil:

Umsögn

Um er að ræða færanlega tölvu með innbyggðum skjá. Kassinn er lokaður að framan með til þess gerðu loki sem hýsir lyklaborð tölvunnar og þegar það er fjarlægt kemur lítill (líklega 9“) einlitur, gulur, skjár í ljós vinstra mengi, einnig tengi fyrir rað- og samsíða samskipti fyrir miðju og disklingadrif fyrir 5 ¼“ disklinga og harður diskur hægra megin. Drifin eru í „hálfri hæð“ (þykkt). Ég dró þá ályktun að fyrri eigandi (Jón Bern.) hefði skipt eða látið skipta út einu disklingadrifi fyrir harðan disk þegar slíkir voru fáanlegi á þolanlegu verði, að tölvan hafi sem sagt verið búin tveimur diklingadrifum í upphafi. Þegar tölvan er lokuð er hún vel varin fyrir utanaðkomandi hnjaski. Þá eru ekki sjánaleg nein tengi á henni nema sökkull fyrir aflsnúru.

Skjáupplausnin var gamalkunnu 640 x 200 (sýndist mér) eða eins og á IBM PC (trans)Portable.

Þegar tölvan var losuð úr kassanum kom móðurborðið í ljós. Það líktist móðurborði IBM PC tölvunnar, með 5 tengiraufum á einum kantinum fyrir margs konar „stækkunarspöld“. Aðal munurinn á uppbyggingu þessarar tölvu og dæmigerðrar IBM PC eftirlíkingar er að móðurborðinu er snúið um 90° þannig að tengiraufarnasr snúa ekki aftur í tölvukassanum heldur til hægri og í þessu tilviki að aflgjafanaum, sem vel að merkja var ekki staðlaður IBM PC samhæfður aflgjafi, a.m.k. ekki í útliti. Þetta þýðir að ekki er auðvelt að komast að „bakhlið“ tengispjalda og er mjög þröngt um þau.

Í tölvunni er örgjörvi frá NEC, D70108D-8, en þetta er 16 bita örgjörvi í 40 pinna húsi, með 8 bita „external data bus“ eins og Intel 8088 sem notaður var í IBM PC tölvunni og mörgum eftirlíkingum eða samhæfðum tölvum. Stýrikerfið á tölvunni var PC DOS (ef ég man rétt).

Fljótt á litð virtist mér þessi þýska tölva vera svolítið sérstök IBM PC samhæfð tölva sem hugsanlega hefur verið framleidd í einhverjum sérstökum tilgangi – sem ég veit þó ekkert um. Hún minnir í útliti um sumt á IBM PC Portable og þó kannski meira á Compaq Portable, frá árunum 1983-1984.

Arnlaugur Guðmundsson
2021-11

Skip to content